Skilgreining
Starfsvettvangur er félagsmiðstöðvar og skólar, íþrótta- og félagasamtök. Störfin eru fólgin í undirbúningi, skipulagningu og áætlanagerð er tengist tómstundastarfi fólks á öllum aldri, leiðbeiningum og stuðningi eftir því sem við getur átt. Þeir sem starfa í tómstundageiranum þurfa að vinna með fólki sem á sér misjafnan bakgrunn, þroska, getu og þarfir, með það að markmiði að gera þeim kleift að njóta gefandi og uppbyggilegra frístunda. Þeir þurfa oft að bera ábyrgð og standa skil á rekstri af einhverju tagi.