Skilgreining
Nettæknir hefur umsjón með daglegum rekstri lítilla staðarneta, sér um skilgreiningu notenda og aðgangsstjórn, rekstur prentara, uppsetningu útstöðva og dreifingu hugbúnaðar á staðarneti auk þess sem hann sér um öryggisafritun og vírusvörn kerfisins. Nettæknir vinnur sérhæfð störf við stærri net undir stjórn kerfisstjóra. Hann kemur að notendaþjónustu, eftirliti með netkerfum og viðhaldi vél- og hugbúnaðar. Í minni fyrirtækjum hefur nettæknir umsjón með því að kalla til sérfræðinga til að sinna flóknari inngripum í tengslum við tækni- og hugbúnað.