Skilgreining
Prentarar vinna í almennum prentsmiðjum við prentun á blöðum, bókum, bæklingum, eyðublöðum, nótum, umslögum, auglýsingum o.fl. en einnig í blaðaprentsmiðjum við prentun á dagblöðum, tímaritum og bæklingum (streng-prentun). Þá vinna þeir í umbúðaprentsmiðjum við prentun á umbúðum, vöru-merkingum, merkimiðum o.fl. (offsetprentun, flexóprentun). Rétt til starfa í prentun hafa þeir sem leyst hafa til sín sveinsbréf í prentun sem iðnaðarráðherra gefur út.