Skilgreining
Rafveituvirki starfar fyrst og fremst við dreifingu raforku frá orkuveri til notenda, stofnlínur, dreifilínur, aðveitustöðvar, jarðstrengskerfi og götulýsingu. Fengist er bæði við gróft efni eins og jarðveg, staura og línuefni og við smágerða hluti eins og mælitækni og stýritækni. Störf rafveituvirkjans eru einnig nátengd mannlegum samskiptum og samskiptum við náttúruna. Hann þarf að vera meðvitaður um eigið öryggi og annarra við störf sín og vera fær um að beita nauðsynlegum úrræðum til þess að varna slysum. Rétt til starfa í rafveituvirkjun hafa þeir sem leyst hafa til sín sveinsbréf í rafveituvirkjun sem iðnaðarráðherra gefur út.