Skilgreining
Garðyrkjumenn skipuleggja, rækta og hirða garða og opin svæði með grasflötum, beðum, gangstígum, hellulögnum, hleðslum, trjám og öðrum gróðri eftir skipulagsteikningum eða teikningum landslagsarkitekts. Rétt til starfa í skrúðgarðyrkju hafa þeir sem leyst hafa til sín sveinsbréf í skrúðgarðyrkju sem iðnaðarráðherra gefur út.