Skilgreining
Bakarar starfa í bakaríum eða á veitingahúsum við brauð-, köku- og tertugerð, en geta einnig starfað í kexverksmiðju eða sælgætisgerð við kexbakstur og skreytingar. Vinnutími bakara er breytilegur, unnið er á öllum tímum sólarhringsins. Rétt til starfa í bakaraiðn hafa þeir sem leyst hafa til sín sveinsbréf í bakaraiðn sem iðnaðarráðherra gefur út.