Skilgreining
Leiragnir eru smæstu korn, sem myndast við veðrun og svörfun bergs. Tíðum eru þær örsmáar flögur. Þær eru minni en 0,002 mm, en sums staðar er þó miðað við 0,004 mm. Leiragnir sökkva treglega eða ekki í vatni vegna smæðar. Sé leir núið milli fingurgóma, finnst ekki fyrir ögnum, og þær eru ósýnilegar berum augum.