Skilgreining
Tanntæknar starfa ýmist á almennum tannlæknastofum eða hjá tannlækni sem sérhæfir sig í barnatannlækningum, kjálkaskurðlækningum, tannréttingum eða tannholdslækningum. Þeir aðstoða við aðgerðir, sjá um bókun sjúklinga, sjá um sjúkraskýrslur og birgðahald á tannlæknastofu. Rétt til starfa sem tanntæknar hafa þeir sem leyst hafa til sín leyfisbréf sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gefur út.