Skilgreining
Rafeindavirkjar vinna með almenn rafeindatæki á heimilum og í fyrirtækjum svo sem tölvur, útvarps-, hljómflutnings-, sjónvarpsog myndbandstæki og búnað sem þeim tengist, m.a. loftnet, loftnetskerfi og gervihnattabúnað. Þeir koma að fjarskipta- og dreifikerfum t.d. endurvarpskerfum. Þeir sjá um viðgerðir á tækja- og fjarskiptabúnaði í farartækjum á landi, í lofti og á sjó, t.d. talstöðvum, farsímum, staðsetningartækjum, sjálfstýribúnaði, ratsjártækjum og fiskileitartækjum. Ennfremur má nefna skrifstofutæki sem byggð eru á rafeinda- og örtölvutækni, upptöku- og útsendingarbúnað, rannsóknar- og mælitæki hvers kyns sem notuð eru í heilbrigðiskerfinu. Þá framleiða rafeindavirkjar og vinna með rafeindabúnað í iðnaði. Rétt til starfa í rafeindavirkjun hafa þeir sem leyst hafa til sín sveinsbréf í rafeindavirkjun sem iðnaðarráðherra gefur út.