Skilgreining
Bik, stungubik eða þjálbik, hitað upp í 160-170° C og bætt í það 2-4% af vatni svo að það freyði. Þegar bikið freyðir, þenst það út tíu- til átjánfalt. Það ástand varir skammt og yfirleitt hefur rúmmálið minnkað um helming á 15 til 20 sekúndum. Bikið er því látið freyða, um leið og það er blandað steinefnum.