Skilgreining
Húsgagnasmiðir vinna út frá hugmyndum hönnuða eða eigin teikningum, velja efni og vinna úr því með handverkfærum og vélum, setja saman og meðhöndla yfirborðið. Auk nýsmíði og einfaldari viðgerða fást húsgagnasmiðir við að gera upp gömul húsgögn. Húsgagnasmiðir starfa á sérhæfðum trésmíðaverkstæðum eða verkstæðum byggingafyrirtækja, í viðhaldi og endurnýjun hjá opinberum stofnunum, við leiktjalda- og leikmunagerð og í fyrirtækjum tengdum málmiðnaði, t.d. við smíði innréttinga í fiskiskip. Húsgagnasmiðir starfa einnig við ráðgjöf, sölu og kynningar á húsgögnum og innréttingum. Rétt til starfa í húsgagnasmíði hafa þeir sem leyst hafa til sín sveinsbréf í húsgagnasmíði sem iðnaðarráðherra gefur út.