Skilgreining
Kjötiðnaðarmenn starfa í kjötvinnslustöðvum, kjötverum matvöruverslana eða mötuneytum fyrirtækja og stofnana við hvers kyns úrvinnslu og verkun kjöts. Rétt til starfa í kjötiðn hafa þeir sem leyst hafa til sín sveinsbréf í iðninni sem iðnaðarráðherra gefur út.