Skilgreining
Störf fjölmiðlatækna eru fjölbreytt og í eðli sínu þverfagleg. Þeir vinna meðal annars með sérfræðingum á fjölmiðlunum, sjá um uppsetningu og frágang á tækjum og vinna við öflun, frágang og úrvinnslu efnis fyrir birtingu og við útsendingu. Þá vinna þeir með blaðamönnum, fréttamönnum, dagskrárgerðarfólki, dagskrárframleiðendum (pródúsentum), tökumönnum, tæknistjórum, klippurum, almannatenglum, auglýsingateiknurum, grafískum hönnuðum, vefsmiðum og öðrum fagmönnum á sviði fjölmiðlunar og upplýsingatækni.