Skilgreining
Læknaritarar starfa á læknastofum og heilbrigðisstofnunum við móttöku sjúklinga, innslátt upplýsinga og umsjón með sjúkraskrám og skjalasafni. Rétt til starfa sem læknaritarar hafa þeir sem leyst hafa til sín leyfisbréf sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gefur út.