Skilgreining
Hjúkrunar- og móttökuritarar eru sú starfsstétt heilbrigðisstofnana sem viðskiptavinur mætir fyrst. Þeir starfa við símsvörun og sjúklingamóttöku á heilbrigðisstofnunum og sinna ýmiss konar skráningu gagna. Þeir aðstoða við sjúklingabókhald, við innkallanir af biðlistum heilbrigðisstofnana, taka þátt í skráningu á viðveru starfsmanna, taka á móti pósti og flokka hann, panta ýmsar rannsóknir og þjónustu fyrir sjúklinga, senda símbréf, ljósrita og eyða gögnum, halda gögnum sjúklinga til haga á deildum, halda utan um reglubundna skráningu á atvikum sem tengjast deild, panta sérhæfðar vörur af lager, panta skrifstofuvörur, eyðublöð og fleira eftir þörfum auk ýmissar tölvuvinnu.