Skilgreining
Söðlasmiður þarf að hafa kunnáttu til að smíða hnakk og önnur reiðtygi þannig að vel fari um hest og knapa. Hann þarf einnig að geta gert við hvers kyns reiðtygi og hafa kunnáttu til að breyta og bæta reiðtygi. Rétt til starfa í söðlasmíði hafa þeir sem leyst hafa til sín sveinsbréf í söðlasmíði sem iðnaðarráðherra gefur út.