Skilgreining
(kvk)Jarðvegstegund úr bergmoli, sem í eru syltarkorn að miklu leyti, en lítið af leirögnum. Sylti er millistig milli sands og leirs, að því er kornastærð varðar, en hefur aðra eiginleika. Verði vot sylti fyrir hristingi, gefur hún vatn frá sér. Hún getur sogið það aftur í sig undir þrýstingi og þenst þá út.