Skilgreining
Símsmiðir leggja símastrengi í jörð, tengja við inntakskassa og þaðan inn í hýbýli manna. Þeir leggja símalínur innanhúss og tengja við símatæki og annan notendabúnað, svo sem mótöld, telextæki, faxtæki, tölvur og fleira. Þeir leggja leiðslur að húskerfi. Símsmiðir annast bilanaleit og viðgerðir á strengjum fyrir húskerfi. Þeir vinna eingöngu við lágspennu, þ.e. 48 volt eða lægri spennu. Rétt til starfa í símsmíði eiga þeir sem leyst hafa til sín sveinsbréf í símsmíði sem iðnaðarráðherra gefur út.