Skilgreining
Leiðsögumenn eru sérhæfðir þjónustuaðilar við ferðamenn. Starfsvettvangur leiðsögumanna er hópferðabílar, ferðaskrifstofur, upplýsingamiðstöðvar og önnur ferðaþjónustufyrirtæki. Ennfremur fara gönguleiðsögumenn með hópa um helstu gönguleiðir Íslands. Leiðsögumenn sinna einnig afþreyingar- eða áhættuleiðsögn, flúðasiglingum og fjallaklifri. Leiðsögumenn starfa sjálfstætt á vettvangi eftir skipulagi ferðasöluaðila og bera ábyrgð á störfum sínum gagnvart honum. Störf leiðsögumanna eru einkum fólgin í því að fara með erlenda ferðamenn um Ísland. Þeir aðlaga hverja ferð ólíkum þörfum einstaklinga eða hópa. Leiðsögumenn draga fram lifandi myndir af landi og þjóð og tengja saman ólík fræðasvið, s.s. sögu, menningu, jarðfræði, flóru og fánu.